logo-for-printing

31. október 2006

Matsfyrirtækið Standard & Poor's birtir árlega skýrslu sína um Ísland

Matsfyrirtækið Standard & Poor’s birti í dag árlega skýrslu sína um íslenskt efnahagslíf. Fyrirtækið staðfesti óbreyttar lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt AA- (les: AA mínus) og AA+ (les: AA plús) fyrir langtímaskuldbindingar í íslenskum krónum. Ennfremur var staðfest einkunnin A-1+ (les: A1 plús) fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt og íslenskum krónum. Horfur fyrir lánshæfismatið eru enn neikvæðar, samanber tilkynningu Standard & Poor’s í júní sl.

Hér að neðan má nálgast skýrslu Standard & Poor’s:

Skýrsla Standard & Poor´s (pdf-skjal)

   

Til baka