logo-for-printing

22. september 2006

Ársfundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans í Singapúr 2006

Sameiginlegur ársfundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans var haldinn dagana 16. til 20. september í Singapúr, auk þess sem fundur fjárhagsnefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var einnig  haldinn. Finnland gegnir formennsku í kjördæmi Norðurlanda og Eystrasaltslanda í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum á árunum 2006 til 2007. Fjármálaráðherra Finnlands, Eero Heinaluoma, talaði fyrir hönd Norðurlanda og Eystrasaltslanda í fjárhagsnefndinni.

Ársfundarræða Norðurlandanna og Eystrasaltslandanna var flutt af Stefan Ingves, seðlabankastjóra í sænska seðlabankanum. Ræður fulltrúa kjördæmisins eru birtar í heild sinni á vefsíðum Seðlabanka Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Sjá nánar:

Ræða kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltslanda í fjárhagsnefndinni haustið 2006

Ársfundarræða Norðurlandanna og Eystrasaltslandanna 2006

Til baka