logo-for-printing

28. ágúst 2006

Skýrsla um norræn bankakerfi

Seðlabankar Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar hafa gefið út skýrslu um norræn bankakerfi. Skýrslan var samin á ensku og er samvinnuverkefni allra seðlabankanna. Í skýrslunni er fjallað um hlutverk bankakerfa Norðurlandanna og veittar upplýsingar um bankakerfi hvers lands fyrir sig, s.s. um arðsemi, eiginfjárhlutföll og skilvirkni. Einnig eru samstæður stórra norrænna banka bornar saman í ljósi þess að samruni yfir landamæri getur torveldað mat á tölum um bankakerfið. Jafnframt er fjallað um tæknivæðingu bankakerfisins og væntanlegar framtíðarhorfur auk þess sem ítarlegur tölfræðiviðauki fylgir skýrslunni.

Skýrsluna má finna hér

Til baka