logo-for-printing

06.06.2006

Greiðslujöfnuður við útlönd og erlend staða þjóðarbúsins á fyrsta ársfjórðungi 2006

Á fyrsta fjórðungi ársins var halli á viðskiptum við útlönd 66,3 milljarðar króna samkvæmt bráðabirgðauppgjöri Seðlabanka Íslands. Á sama tíma í fyrra var viðskiptahallinn 32,6 milljarðar króna. Vöruviðskipti voru óhagstæð um 31,6 milljarða króna samanborið við 15,2 milljarða króna halla árið áður. Vöruskiptahallinn hefur aukist vegna mikils innflutnings, einkum fjárfestingar- og rekstrarvara samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands. Þjónustujöfnuður var óhagstæður um 15,2 milljarða króna sem er 6 milljörðum verri útkoma en á fyrra ári. Jöfnuður þáttatekna var neikvæður um 19,1 milljarð króna á fyrsta ársfjórðungi 2006 samanborið við 7,9 milljarða króna halla á sama tíma í fyrra. Á föstu gengi jókst útflutningur vöru og þjónustu um 0,8% en innflutningur um 23,9% frá sama tímabili árið áður.

Fréttin í heild með talnaefni (pdf-skjal 45kb)

Nr. 22/2006
6. júní 2006

 

Til baka