logo-for-printing

31.05.2006

Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum

Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum. Í kjölfar hækkunar stýrivaxta frá og með 23. maí sl. hækka almennir vextir óverðtryggðra lána um 1,0% þann 1. júní nk. og verða 14,0% og frá sama tíma hækka vextir af skaðabótakröfum um 0,5% og verða 9,3%. Almennir vextir verðtryggðra lána breytast hinsvegar ekki og verða áfram 4,6% og einnig haldast dráttarvextir af peningakröfum í erlendri mynt óbreyttir.

Sjá nánar á síðu um vexti

Til baka