logo-for-printing

25. apríl 2006

Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum

Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum. Í kjölfar hækkunar stýrivaxta 4. apríl sl. hækka almennir vextir óverðtryggðra lána um 0,5% og verða 13,0% þann 1. maí nk. Almennir vextir verðtryggðra lána hækka einnig og verða 4,60% frá sama tíma. Dráttarvextir peningakrafna í Bandaríkjadal hækka úr 7,5% í 8,0% og dráttarvextir peningakrafna í dönskum og norskum krónum hækka úr 5,5% í 6,0%.

Sjá nánar á síðu um vexti

 

Til baka