logo-for-printing

23.01.2006

Vaxtaákvörðun bankastjórnar Seðlabanka Íslands fimmtudaginn 26. janúar 2006

Sem kunnugt er ákvað bankastjórn Seðlabanka Íslands í nóvember sl. að taka upp fasta fyrirfram tilkynnta vaxtaákvörðunardaga frá og með árinu 2006. Nánar var um þetta fjallað í Peningamálum 2005/4 sem gefin voru út föstudaginn 2. desember sl.

Fyrsti formlegi vaxtaákvörðunardagur ársins 2006 verður fimmtudagurinn 26. janúar nk. Um leið verða breytingar á fyrirkomulagi tilkynningar bankastjórnar um ákvörðun sína um vexti og verður það sem hér segir: Stutt tilkynning um ákvörðun bankastjórnar verður birt á heimasíðu Seðlabankans kl. 9 að morgni fimmtudagsins 26. janúar. Efnt verður til fundar með fréttamönnum kl. 11:15 sama dag þar sem formaður bankastjórnar kynnir rökin að baki ákvörðun bankastjórnar. Þau verða jafnframt birt í frétt frá bankanum sem gefin verður út þegar fréttamannafundurinn hefst og birt á heimasíðu bankans.

Nánari upplýsingar veitir Stefán Jóhann Stefánsson í síma 569-9600.

Nr. 2/2006
23. janúar 2006

Til baka