logo-for-printing

20. janúar 2006

Málstofa um áhrif gjaldtöku á nýtingu auðlinda

Þriðjudaginn 24. janúar verður fyrsta málstofan á þessu vormisseri í Seðlabanka Íslands. Nefnist hún: „Áhrif gjaldtöku á hagkvæma nýtingu auðlinda: rannsókn byggð á tilraunum.“ Það er Friðrik Már Baldursson sem er málshefjandi. Málstofan hefst klukkan 15.00 og er í Sölvhóli, sal Seðlabanka Íslands við Kalkofnsveg.

Ágrip:
Í erindinu er fjallað um hagfræðitilraun þar sem reynt er að meta hvort gjaldtaka af nýtingarleyfum geti aukið hagkvæmni í nýtingu takmarkaðra náttúrugæða og ennfremur hvort fyrirkomulag gjaldtöku skipti máli. Nemendur við Háskóla Íslands voru settir í spor fyrirtækja sem framleiddu og seldu ótilgreinda vöru sem krafðist takmarkaðra aðfanga / framleiðsluleyfa sem hægt var að eiga viðskipti með á frjálsum markaði. Ýmist var ekkert gjald lagt á framleiðsluleyfi, sérstakur skattur innheimtur af eignarhaldi framleiðsluleyfa, eða framleiðsluleyfum endurúthlutað gegn gjaldi. Niðurstöður tilraunarinnar sýna að gjaldtaka hefur áhrif á dreifingu framleiðsluleyfa og að skattheimta er skilvirkari en engin gjaldtaka. Ennfremur að fyrning leyfa og endurúthlutun með uppboði dregur úr hagkvæmni samanborið við enga gjaldtöku. Líklegasta skýringin á þessu er sú að máli skiptir hverjir standa frammi fyrir gjaldtöku og hvernig hún er sett fram.

Til baka