logo-for-printing

23. nóvember 2005

Breyting á Hagtölum Seðlabankans

Hagtölur Seðlabankans eru nú birtar á vef Seðlabanka Íslands með nýju sniði og auknum upplýsingum. Hagtölur samanstanda af Excel-töflum og tímaröðum og verða áfram vefútgáfa bankans á tölfræðilegum upplýsingum um íslenskt efnahagslíf. Nú hefur verið bætt við útgáfuna línuritum og lítils háttar greiningu auk ítarlegra lýsigagna. Kappkostað verður að birta tölfræðilegar upplýsingar svo fljótt sem auðið er og verður fylgt fyrirfram ákveðnum dagsetningum, sem birtar verða í sérstakri útgáfuáætlun á heimasíðu bankans. Hið nýja snið Hagtalna verður einnig tilbúið til birtingar á ensku innan tíðar.

Nánari upplýsingar veita Sveinn E. Sigurðsson framkvæmdastjóri tölfræðisviðs Seðlabanka Íslands og Kristíana Baldursdóttir deildarstjóri á tölfræðisviði í síma 569-9600.

36/2005
22. nóvember 2005Til baka