logo-for-printing

02. september 2005

Greiðslujöfnuður við útlönd og erlend staða þjóðarbúsins á öðrum ársfjórðungi 2005

Á fyrri helmingi ársins var viðskiptahallinn 65 milljarðar króna sem er mun meiri halli en á fyrra ári er hann var 33,9 milljarðar króna. Útflutningur vöru og þjónustu var 11,5% meiri á fyrri árshelmingi 2005 en á sama tímabili í fyrra en innflutningur var um 30,2% meiri reiknað á föstu gengi . Hallinn á þáttatekjum (laun, vextir og arður af fjárfestingu) og hreinum rekstrarframlögum var 9,7 milljarðar króna á fyrri árshelmingi 2005 og hafði aukist um 1,2 milljarða króna frá sama tímabili í fyrra.

Greiðslujöfnuður við útlönd í milljörðum króna

Apríl

  -  júní

Janúar - júní

 

2004

2005

2004

2005

Viðskiptajöfnuður

-20,7

-34,1

-33,9

-65,0

   Útflutningur vöru og þjónustu

75,0

81,2

147,9

150,6

   Innflutningur vöru og þjónustu

-94,2

-112,3

-173,2

-205,9

   Þáttatekjur og framlög, nettó

-1,5

-3,0

-8,5

-9,7

Fjármagnsjöfnuður

40,7

53,3

52,6

165,0

    Hreyfingar án forða

43,7

54,0

63,2

162,5

        Erlendar eignir, nettó

-88,7

-421,3

-165,3

-507,5

        Erlendar skuldir, nettó

132,4

475,3

228,5

670,0

    Gjaldeyrisforði (- aukning)

-2,9

-0,2

-10,4

3,4

Skekkjur og vantalið, nettó

-20,0

-19,2

-18,8

-99,9

 

 

 

 

 

Nr. 23/2005
2. september 2005

Til baka