logo-for-printing

05. ágúst 2005

Efnahagsreikningur Seðlabanka Íslands í lok júlí 2005

Gjaldeyrisforði bankans lækkaði um 3,5 milljarða króna í mánuðinum og nam 58,8 milljörðum króna í lok hans sem jafngildir 910 milljónum Bandaríkjadala miðað við gengi í mánaðarlok. Lækkun forðans skýrist af lánahreyfingum ríkissjóðs og gengisendurmati.

Gengi íslensku krónunnar styrktist um 0,6% í júlí.
Kröfur Seðlabankans á innlánsstofnanir lækkuðu um 9,6 milljarða króna í júlí og námu 20,4 milljörðum króna í lok mánaðarins. Kröfur á aðrar fjármálastofnanir hækkuðu um 1,2 milljarða króna og námu 10,8 milljörðum króna í mánaðarlok.

Markaðsskráð verðbréf í eigu bankans námu 2,1 milljörðum króna í lok júlí miðað við markaðsverð.

Seðlar og mynt í umferð jukust um 0,8 milljarða króna og hafa því aukist um 1,6 milljarða það sem af er árinu.

Skuldir Seðlabankans við innlánsstofnanir lækkuðu um 3,8 milljarða króna í mánuðinum og námu 25 milljörðum króna í júlílok.

Nettóinnstæður ríkissjóðs og ríkisstofnana lækkuðu um 8,4 milljarða króna og námu 15,9 milljörðum króna í lok júlí.

Grunnfé bankans lækkaði í júlí um 2,9 milljarða króna og nam 38,3 milljörðum króna í mánaðarlok.

Nánari upplýsingar veita bankastjórar Seðlabanka Íslands og Erla Árnadóttir aðalbókari í síma 569-9600.

Fréttin í heild með töflu (pdf-skjal 37kb)

Nr. 22/2005
5. ágúst 2005

Til baka