logo-for-printing

12. júlí 2005

Endurskoðun á gengisskráningarvog krónunnar

Seðlabanki Íslands hefur endurskoðað gengisskráningarvog krónunnar  í ljósi utanríkisviðskipta á árinu 2004. Slík endurskoðun fór síðast fram í júlí 2004. Meðfylgjandi tafla sýnir nýju vogina og breytingar frá fyrri vog. Nýja vogin mun mæla gengisbreytingar frá gengisskráningu 11. júlí 2005 og þar til næsta endurskoðun fer fram.

Gengisskráningarvogin er endurskoðuð árlega í ljósi samsetningar utanríkisviðskipta árið áður. Markmiðið er að hún endurspegli ætíð eins vel og kostur er samsetningu utanríkisviðskipta þjóðarinnar, bæði vöru- og þjónustuviðskipta. Helstu breytingar frá fyrri vog eru að vægi Bandaríkjadals eykst um 1,19 prósentur en vægi evru minnkar um 1,23 prósentur. Aukið vægi Bandaríkjadals skýrist að mestu af auknu vægi hans í þjónustuinnflutningi. Minna vægi evrunnar skýrist að stærstum hluta af minna vægi hennar í þjónustuinnflutningi.

Tafla:

Ný gengisskráningarvog. Byggt á viðskiptum 2004

Til baka