logo-for-printing

13. júní 2005

Útdráttur úr áliti sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins

Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kynnti sér íslensk efnahagsmál á fundum með fulltrúum stjórnvalda dagana 2. - 13. júní 2005. Á lokafundi nefndarinnar í dag lagði formaður hennar fram útdrátt úr væntanlegu áliti sendinefndarinnar sem greinir frá helstu niðurstöðum af viðræðum hennar og athugunum hér á landi. Álit nefndarinnar verður birt í heild sinni á heimasíðu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eftir nokkra daga og lausleg þýðing á heimasíðu Seðlabanka Íslands. Hliðstæðar viðræður fara fram árlega við aðildarríki sjóðsins, 184 að tölu. Útdrátturinn úr áliti sendinefndarinnar fylgir hér með í lauslegri íslenskri þýðingu. Enski textinn er birtur á enska hluta heimasíðu bankans.

Nánari upplýsingar veitir Birgir Ísl. Gunnarsson, formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands, í síma 569-9600

Útdráttur úr áliti sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (pdf-skjal 15kb)


17/2005
13. júní 2005 Til baka