logo-for-printing

26. apríl 2005

Fjármálastöðugleiki

Seðlabanki Íslands birtir í dag sérrit sitt, Fjármálastöðugleika. Í því er m.a. fjallað um þjóðhagslegt umhverfi og fjármálamarkaði, fjármálafyrirtæki og greiðslu- og uppgjörskerfi. Í inngangi ritsins er greint frá meginniðurstöðum greiningar bankans á fjármálastöðugleika í ár. Þar segir að niðurstaða bankans sé að íslenska fjármálakerfið sé í meginatriðum traust þótt það sé á mikilli siglingu og verði að glíma við ójafnvægi í þjóðarbúskap næstu árin.

Frá árinu 2000 hefur Seðlabankinn birt greiningu sína á þáttum sem varða stöðugleika fjármálakerfisins í ársfjórðungsritinu Peningamálum tvisvar á ári. Frá og með árinu í ár verður greiningin gefin út í sérritinu Fjármálastöðugleika. Ritið er birt samhliða á íslensku og ensku á vef Seðlabankans. 

Nánari upplýsingar veita Birgir Ísleifur Gunnarsson formaður bankastjórnar og Tryggvi Pálsson framkvæmdastjóri fjármálasviðs í síma 569-9600.

Nr. 10/2005
26. apríl 2005

 

Sjá nánar

Til baka