logo-for-printing

04. mars 2005

Greiðslujöfnuður við útlönd á fjórða ársfjórðungi 2004 og erlend staða (leiðr. 7. mars)

Á fjórða ársfjórðungi 2004 varð 29,6 milljarða króna halli á viðskiptum við útlönd samkvæmt bráðabirgðauppgjöri Seðlabanka Íslands. Á sama tímabili árið áður var hallinn 18,2 milljarðar króna. Viðskiptahallinn var samtals 69,9 milljarðar króna á árinu 2004 samanborið við 42,4 milljarða króna árið áður. Útflutningur vöru og þjónustu var 11,9% (leiðr.) meiri á árinu 2004 en árið áður og innflutningur jókst um 19,7% (leiðr.) reiknað á föstu gengi .Vöruskiptajöfnuður versnaði milli ára um 21 (leiðr.) milljarða króna og þjónustujöfnuður um 5,8 (leiðr.) milljarða króna. Hallinn á þáttatekjum (laun, vextir og arður af fjárfestingu) var 17,7 milljarðar króna 2004 samanborið við 16,5 milljarða króna halla árið áður. Hrein rekstrarframlög til útlanda sem að stærstum hluta eru framlög hins opinbera til alþjóðastofnana og þróunaraðstoðar voru áætluð 1,2 milljarðar króna 2004.

Leiðrétt frétt nr. 6/2005
(Með leiðréttingum frá 7. mars 2005)
Til baka