logo-for-printing

04. október 2004

Ársfundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans 2004

Ársfundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans og tengdir fundir fóru fram dagana 2. til 5. október í Washington. Laugardaginn 2. október var haldinn haustfundur í fjárhagsnefnd sjóðsins (International Monetary and Financial Committee, IMFC). Formennska í kjördæmi Norðurlanda og Eystrasaltslanda er í höndum Noregs frá 2004 til 2005. Fjármálaráðherra Noregs, Per-Kristian Foss er því fulltrúi kjördæmisins í fjárhagsnefndinni og talar hann fyrir hönd þess. Á sunnudeginum 3. október var haldinn ársfundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans.

Seðlabankastjóri Finnlands, Erkki Liikanen, flytur ársfundarræðu kjördæmisins að þessu sinni.  Ræður kjördæmisins eru birtar í heild sinni á vefsíðum Seðlabanka Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Stefnuræða kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja (pdf-skjal 27kb)

Stefnuyfirlýsing Norðurlanda og Eystrasaltsríkja 2004 (pdf-skjal 41kb)

 

Til baka