logo-for-printing

14. júní 2004

Nýjar hagtölur um lífeyrissjóði

Nýjar hagtölur eru reglulega birtar hér á vef Seðlabanka Íslands undir tenglinum Hagtölur hér til vinstri. Í dag voru birtar tölur um efnahag lífeyrissjóða hér á landi í lok apríl. Þar kemur m.a. fram að hrein eign lífeyrissjóðanna hafi í aprílmánuði aukist um 13,3 ma.kr. eða 1,6% og verið í lok mánaðarins 863,2 ma.kr. Fyrstu fjóra mánuði þessa árs jókst hrein eign um 7,2% samanborið við 3% árið 2003. Nánari upplýsingar um þetta er að finna á sérstöku svæði fyrir Hagtölur Seðlabanka Íslands.

Sjá hér einnig Excel-skjal með tölum úr efnahag lífeyrissjóða.

 

 

Til baka