logo-for-printing

24. maí 2004

Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum

Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum. Í kjölfar hækkunar stýrivaxta Seðlabanka Íslands um 0,2 prósentur hinn 11. maí síðastliðinn verður breyting á I. kafla vaxtatilkynningarinnar. Grunnur dráttarvaxta til útreiknings dráttarvaxta af peningakröfum í krónum hækkar því til samræmis breyttum stýrivöxtum úr 5,3% í 5,5%. Aðrir þættir vaxtatilkynningar hafa ekki breyst.

Sjá nánar á sérstakri síðu fyrir tilkynningar um vexti.

 

Til baka