logo-for-printing

23. mars 2004

Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum

Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum. Frá og með 1. apríl nk. verða breytingar á almennum vöxtum Seðlabanka Íslands í II. kafla  vaxtatilkynningarinnar. Að þessu sinni nær breytingin til lækkunar almennra vaxta verðtryggðra lána um hálft prósentustig, úr 6,0% í 5,5%. Auk þess lækka almennir vextir óverðtryggðra lána um hálft prósentustig úr 8,5% í 8,0%. Slík breyting leiðir til lækkunar vaxta af skaðabótakröfum sem lækka í kjölfarið um 0,4 prósentustig eða úr 5,7% í 5,3%.

Sjá nánar í tilkynningu um vexti

Til baka