logo-for-printing

03. febrúar 2004

Málstofa um þjóðhagslega hnykki og hagsveiflu til langs tíma

Seðlabanki Íslands stendur fyrir málstofum um margvísleg hagfræðileg viðfangsefni á hverju misseri. Fyrsta málstofa á þessu ári verður haldin næstkomandi fimmtudag 5. febrúar og hefst kl. 15:00. Málshefjandi er Gylfi  Zoega og ber erindi hans heitið Þjóðhagslegir hnykkir og hagsveifla til langs tíma . Vakin er sérstök athygli á að framvegis verða málstofurnar að jafnaði á fimmtudögum. Önnur málstofa verður fimmtudaginn 19. febrúar kl. 11:00, en þá mun Jens Henriksson, aðstoðarráðherra í sænska fjármálaráðuneytinu fjalla um reynsluna af mistökum Svía í ríkisfjármálum.

Nánari upplýsingar um málstofurnar eru á sérstakri síðu. Nánar

Til baka