logo-for-printing

23. október 2003

Hagvísar Seðlabanka Íslands í október 2003

Hagvísar Seðlabanka Íslands í október 2003 hafa verið birtir á vef bankans. Í ritinu er fjallað um þróun verðlags og spurt er m.a. hvort húsnæðisverðbólgan sé að ná hámarki. Þá er greint frá vaxandi eftirspurn í hagkerfinu, einkum vegna aukinnar einkaneyslu, og frá því að atvinnuleysi standi í stað og ennfremur að lausum störfum fjölgi ört. Þá kemur fram að ekkert lát sé á vexti innflutnings. Ýmislegt fleira kemur fram í ritinu og ýmsir þættir eru útskýrðir á fjölda skýringarmynda.

Hægt er að skoða Hagvísana í svokölluðum pdf-skjölum með því að fara á sérstaka síðu fyrir ritið:

Hagvísar Seðlabanka Íslands

Til baka