logo-for-printing

22. september 2003

Yfirlýsing fundar fjárhagsnefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Dúbaí

Yfirlýsing fundar fjárhagsnefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMFC) sem haldinn var í Dúbaí í gær er birt á heimasíðu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hér er tenging í þá síðu. Fundurinn var haldinn í tengslum við ársfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans. Í fjárhagsnefndinni sitja 24 fulltrúar sem eru ráðherrar eða seðlabankastjórar þeirra ríkja sem gegna formennsku í einstökum kjördæmum sjóðsins. Formaður nefndarinnar er Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands. Ísland fer með formennsku í kjördæmi Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna og er Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, fulltrúi kjördæmisins í nefndinni. Ræða sem Geir flutti á fundinum er birt á heimasíðu Seðlabanka Íslands.

Til baka