logo-for-printing

04. júlí 2003

Endurskoðun á gengisskráningarvog krónunnar - leiðrétt

Seðlabanki Íslands hefur endurskoðað gengisskráningarvog krónunnar í ljósi utanríkisviðskipta ársins 2002. Slík endurskoðun fór síðast fram í júlí 2002. Meðfylgjandi tafla sýnir nýju vogina og breytingar frá fyrri vog. Nýja vogin mun mæla gengisbreytingar frá gengisskráningu á morgun 4. júlí 2003 og þar til næsta endurskoðun fer fram um svipað leyti að ári.

Gengisskráningarvogin er endurskoðuð árlega í ljósi samsetningar utanríkisviðskipta árið áður. Markmiðið er að hún endurspegli ætíð eins vel og kostur er samsetningu utanríkisviðskipta þjóðarinnar, bæði vöru- og þjónustuviðskipta. Helstu breytingar frá fyrri vog eru að vægi evru eykst um 2,0% og vægi svissneska frankans minnkar um 0,8%. Aukið vægi evrunnar skýrist af auknu vægi hennar í vöruútflutningi og þjónustuviðskiptum en einnig af breyttri forsendu varðandi viðskipti við Austur-Evrópu. Minna vægi svissneska frankans skýrist að stórum hluta af minni vöruútflutningi til Sviss. Þó drógust önnur viðskipti við Sviss einnig saman á árinu 2002.

Ein breyting hefur verið gerð varðandi forsendur á bak við útreikninga gengisskráningarvogar. Í fyrri útreikningum hefur vægi viðskipta við Austur-Evrópuríkin verið skipt á milli Bandaríkjadals og evru. Þar sem þessi ríki önnur en Rússland eru orðin mun tengdari evrunni en Bandaríkjadal þykir nú réttara að telja viðskipti við þau með evrusvæðinu. Þessi breyting eykur vægi evrunnar um 0,11% og dregur sem því svarar úr vægi Bandaríkjadals. Viðskiptum við Rússland er áfram dreift jafnt á Bandaríkjadal og evru.

Nánari upplýsingar veitir Arnór Sighvatsson, staðgengill aðalhagfræðings Seðlabanka Íslands, í síma 569-9600.

Ný gengisskráningarvog (%)

Byggt á viðskiptum 2002

 

 

 

 

 

 

Breyting frá

Lönd

Mynt

Útflutningsvog

Innflutningsvog

Vog

fyrri vog

Bandaríkin

USD

22,17

27,29

24,73

-0,10

Bretland

GBP

14,10

10,59

12,35

-0,43

Kanada

CAD

1,33

0,84

1,09

-0,14

Danmörk

DKK

7,56

8,93

8,24

0,08

Noregur

NOK

6,04

6,78

6,41

-0,37

Svíþjóð

SEK

1,71

5,12

3,42

-0,06

Sviss

CHF

1,51

0,91

1,21

-0,80

Evrusvæði

EUR

42,38

35,76

39,07

1,99

Japan

JPY

3,20

3,78

3,48

-0,17

Alls

100,00

100,00

100,00

0,00

Norður Ameríka

23,50

28,13

25,82

-0,24

Evrópa

73,30

68,09

70,70

0,41

Evrópusambandið

65,75

60,40

63,08

1,58

Japan

3,20

3,78

3,48

-0,17

Nr. 19/2003
3. júlí 2003

Til baka