logo-for-printing

05. júní 2003

Greiðslujöfnuður við útlönd og erlend staða þjóðarbúsins á fyrsta ársfjórðungi 2003

Á fyrsta fjórðungi ársins var halli á viðskiptajöfnuði við útlönd einn milljarður króna samkvæmt bráðabirgðauppgjöri Seðlabanka Íslands. Á sama tíma í fyrra var viðskiptahallinn 1,5 milljarðar króna. Vöruviðskipti voru hagstæð um 6,7 milljarða króna en 2,7 milljarða króna halli var á þjónustujöfnuði við útlönd. Á föstu gengi1 jókst útflutningur vöru og þjónustu um 5% en inn­flutningur jókst um 5,7% frá sama tímabili árið áður. Halli á þáttatekjum við útlönd var 4,6 milljarðar króna á fyrsta ársfjórðungi 2003 samanborið við 6 milljarða króna halla á sama tíma í fyrra og rekstrarframlög voru neikvæð um 0,4 milljarða króna.

 

Innstreymi fjármagns mældist 14,1 milljarður króna á fyrsta fjórðungi ársins. Erlendrar lántökur voru 23,5 milljarðar króna og bein fjárfesting erlendra aðila á Íslandi var 6,6 milljarðar króna.  Fjárútstreymi vegna erlendra verðbréfakaupa nam 7,3 milljörðum króna. Aðrar fjárfestingar voru 6,4 milljarðar króna, einkum útlán bankanna til erlendra aðila sem hafa aukist mikið á síðustu árum og nema nú um 73 milljörðum króna.  Gjaldeyrisforði Seðlabankans jókst lítillega á fyrsta fjórðungi ársins og nam hann 36 milljörðum króna í lok mars 2003.

--------------------------------------------------------

1. Viðskiptavegin gengisvísitala er 11,5% lægri á fyrsta fjórðungi 2003 en á sama tímabili árið áður.

 

Greiðslujöfnuður við útlönd í milljörðum króna

Ársfjórðungar:

I.

II.

III.

IV.

I.

2002

2002

2002

2002

2003

Viðskiptajöfnuður

-1,5

-1,8

2,6

-0,1

-1,0

   Útflutningur vöru og þjónustu

76,3

78,9

80,1

73,0

70,8

   Innflutningur vöru og þjónustu

-71,4

-75,5

-75,4

-71,1

-66,8

   Þáttatekjur og framlög, nettó

-6,4

-5,2

-2,1

-1,9

-5,0

Fjármagnsjöfnuður

15,9

11,9

-8,7

-4,8

14,1

    Hreyfingar án forða

16,8

14,0

5,0

-15,8

14,3

    Gjaldeyrisforði (- aukning)

-0,9

-2,1

-13,6

11,0

-0,2

Skekkjur og vantalið, nettó

-14,3

-10,1

6,1

4,9

-13,2

 

 

 

 

Fréttin í heild með töflum (pdf-skjal, 134 kb)

Til baka