logo-for-printing

06. nóvember 2002

Seðlabanki Íslands lækkar vexti

 

Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans í endurhverfum viðskiptum við lánastofnanir um 0,5 prósentur í 6,3% frá næsta uppboði sem haldið verður 12. nóvember n.k. Aðrir vextir Seðlabankans verða lækkaðir um 0,5 prósentur 11. nóvember n.k.

Til grundvallar ákvörðun bankastjórnar um lækkun vaxta nú eru verðbólguspá bankans og mat á ástandi og horfum í efnahagsmálum, þ.m.t. þjóðhagsspá, sem birt voru í ársfjórðungsriti bankans Peningamálum á heimasíðu hans í dag. Vísað er í ritið um rökstuðning að baki ákvörðuninni.

Nánari upplýsingar veitir Birgir Ísleifur Gunnarsson, formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands í síma 569-9600.

 

 

Nr. 38/2002
6. nóvember 2002

 

Til baka