logo-for-printing

12. febrúar 2002

Erlendur lánssamningur Seðlabanka Íslands

Í gær var undirritaður samningur á milli Seðlabanka Íslands og Union Bank of Norway um lánsheimild að fjárhæð 200 milljónir Bandaríkjadala sem samsvarar tæplega 21 milljarði króna. Samningurinn er til fimm ára og felur í sér hagstæð kjör fyrir Seðlabankann.

Samningurinn við Union Bank of Norway kemur til viðbótar sambærilegum samningum um lánsheimildir við nokkrar aðrar fjármálastofnanir. Heildarfjárhæð þeirra nemur nú liðlega 90 milljörðum króna og er mjög lítill hluti þeirra nýttur. Auk þess hefur Seðlabankinn ósamningsbundinn aðgang að lánsfé hjá fjölmörgum erlendum viðskiptabönkum.

Hinn nýi lánssamningur treystir enn frekar erlenda stöðu Seðlabankans.

Nánari upplýsingar veita bankastjórar Seðlabanka Íslands og Jón Þ. Sigurgeirsson framkvæmdastjóri alþjóðasviðs í síma 569-9600.

Nr. 4/2002
12. febrúar 2002

 


 


   
 

Til baka