logo-for-printing

28. febrúar 2001

Símsvörun fyrir Seðlabanka Ísland til Raufarhafnar

Seðlabanki Íslands hefur gert samning við Íslenska miðlun ehf. um að Íslensk miðlun Raufarhöfn taki að sér að svara í símanúmer bankans, 569 9600, og Þjóðhagsstofnunar, 569 9500, frá kl. 9.00 til 17.00 alla virka daga. Samningurinn gildir frá og með morgundeginum 1. mars til 31. maí n.k. Á samningstímanum verður fylgst með þessari þjónustu og metið hvernig hún nýtist bankanum, Þjóðhagsstofnun og þeim sem til stofnananna leita símleiðis. Fyrir lok maí verður ákveðið hvort samningurinn skuli framlengdur. Seðlabanki Íslands hefur trú á að þessi samningur skili bankanum í senn góðri þjónustu og fjárhagslegum ávinningi.

Íslensk miðlun Raufarhöfn er í eigu Íslenskrar miðlunar ehf. og Raufarhafnarhrepps og hefur starfað frá því í apríl 1999. Starfsmenn eru 12.

Nánari upplýsingar veitir Ingvar A. Sigfússon rekstrarstjóri Seðlabanka Íslands í síma 569-9600.

 

Nr. 10/2001
28. febrúar 2001

 

 

Til baka