logo-for-printing

05.01.2001

Skipulagsbreytingar í Seðlabanka Íslands

Um áramótin urðu skipulagsbreytingar í Seðlabanka Íslands. Meginmarkmið breytinganna er að skýra verkaskiptingu í bankanum, efla áhættugreiningu á öllum sviðum starfsemi hans, auka hæfni bankans til að koma í veg fyrir og mæta fjármálakreppu og síðast en ekki síst að efla umsjón með starfsmannamálum á rekstrarsviði bankans. Stofnað var nýtt svið, fjármálasvið, sem m.a. mun annast viðfangsefni bankans á sviði fjármálastöðugleika sem hingað til hafa verið í umsjá innanhúsnefndar skipaðri nokkrum yfirmönnum bankans.

Í kjölfar breytinganna hefur bankastjórn Seðlabanka Íslands, að undangenginni auglýsingu, skipað Tryggva Pálsson framkvæmdastjóra fjármálasviðs bankans frá 5. janúar 2001. Tryggvi hefur verið ráðgjafi bankastjórnar frá 1. apríl sl., sbr. frétt bankans nr. 9/2000.

Nánari upplýsingar veita bankastjórar Seðlabanka Íslands í síma 569-9600.

Nr. 1/2001
5. janúar 2001

 

Til baka