logo-for-printing

06. október 2000

Tómas Örn Kristinsson settur framkvæmdastjóri peningamálasviðs Seðlabanka Ísland

Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur sett Tómas Örn Kristinsson framkvæmdastjóra peningamálasviðs bankans frá 23. október n.k. í stað Yngva Arnar Kristinssonar sem ráðinn hefur verið bankastjóri dótturbanka Búnaðarbanka Íslands hf. í Lúxemborg. Tómas lauk prófi í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands 1986 og MBA prófi frá Rockford College í Rockford, Illinois í Bandaríkjunum 1988. Hann starfaði við sjóða-stjórnun, síðar fjármálastjórn, hjá Fjárfestingarfélagi Íslands hf. frá 1988 til 1991, sinnti sérverkefnum fyrir Seðlabanka Íslands 1991 til 1992, starfaði hjá Verðbréfa-þingi Íslands frá 1992 til 1996, m.a. sem framkvæmdastjóri, var síðan ritstjóri Vís-bendingar þar til hann réðst til peningamálasviðs Seðlabanka Íslands 1999. Tómas hefur verið stjórnarformaður Kvótaþings Íslands frá því í maí 1998.

Nánari upplýsingar veita bankastjórar Seðlabanka Íslands í síma 569-9600.

Nr. 23/2000
6. október 2000

 

 

Til baka