logo-for-printing

16. júní 2000

Seðlabanki Íslands hækkar vexti

Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans í viðskiptum hans við lánastofnanir um 0,5 prósentustig með gildistöku 19. júní 2000. Ávöxtun í tilboðum bankans á Verðbréfaþingi Íslands í ríkisvíxla hækkar einnig samsvarandi. Þá hækkar ávöxtun bankans í endurhverfum viðskiptum um 0,5 prósentustig á næsta uppboði og vextir á viðskipta- og bindireikningum lánastofnana þann 21. júní.

Frá því að Seðlabankinn hækkaði vexti í febrúar sl. hefur dregið úr því aðhaldi sem fólgið er í stýrivöxtum bankans.  Vextir seðlabanka í ýmsum nágrannalöndum hafa verið hækkaðir, nú síðast á hjá Seðlabanka Evrópu, Danmörku, Noregi og Sviss.

Vaxtahækkunin nú staðfestir þann ásetning bankans að fylgja áfram peningastefnu sem stuðlar að sterku gengi krónunnar og þar með minni verðbólgu en ella.

Nánari upplýsingar veitir Birgir Ísleifur Gunnarsson formaður bankastjórnar bankastjórnar Seðlabanka Íslands í síma 569-9600.

Nr. 15/2000
16. júní 2000

Til baka