logo-for-printing

21. maí 1999

Umræða í framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um íslensk efnahagsmál

 

UMRÆÐA Í FRAMKVÆMDASTJÓRN ALÞJÓÐAGJALDEYRISSJÓÐSINS UM
ÍSLENSK EFNAHAGSMÁL

Í janúar sl. komu sérfræðingar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hingað til lands til árlegra viðræðna við íslensk stjórnvöld um íslensk efnahagsmál. Í lok heimsóknarinnar var álit sendinefndarinnar birt með frétt frá Seðlabanka Íslands 3. febrúar sl. Hinn 5. maí sl. voru íslensk efnahagsmál rædd í framkvæmdastjórn sjóðsins sem í sitja fulltrúar aðildarríkja hans. Að umræðunni lokinni gaf Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn út frétt dags. 20. maí 1999 um mat sitt á stöðu og horfum í íslenskum efnahagsmálum. Í fréttinni er einnig greint frá umræðum í framkvæmdastjórninni og frá helstu sjónarmiðum sem þar komu fram.

Frétt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins birtist á heimasíðu hans (www.imf.org). Hér að neðan má sjá slóðina inn á fréttina um Ísland.

http://www.imf.org/external/np/sec/pn/1999/PN9942.HTM

Nr. 31/1999
21. maí 1999

Til baka