logo-for-printing

29. júní 1998

Endurskoðun gengisskráningarvogar

Þegar ný gengisskráningarvog var tekin upp í september 1995 var ákveðið að hún yrði framvegis endurskoðuð árlega í ljósi samsetningar utanríkisviðskipta árið áður. Slík endurskoðun fór síðast fram í júní 1997. Í samræmi við þetta hefur gengisskráningarvogin nú verið endurskoðuð. Hin nýja vog mun mæla gengisbreytingar frá 30. júní 1998 og þar til ný vog verður tekin upp, væntanlega um svipað leyti á næsta ári. Breytingar frá fyrri vog eru einkum þær að vægi Bandaríkjadollars eykst nokkuð á kostnað japansks jens og mynta landa Evrópu. Meðfylgjandi tafla sýnir nýju vogina og breytingar frá þeirri fyrri.

 Áhersla skal lögð á að aðeins er um að ræða tæknilega breytingu á þeirri gengisvog sem notuð er við daglegan útreikning á gengi krónunnar og felur hún ekki í sér neina breytingu á gengisstefnunni. Markmið árlegrar endurskoðunar á voginni er að tryggja að hún endurspegli ætíð eins vel og kostur er samsetningu utanríkisviðskipta þjóðarinnar, bæði vöru- og þjónustuviðskipta.

 Nánari upplýsingar veita bankastjórar Seðlabankans og Már Guðmundsson, aðalhagfræðingur bankans, í síma 569-9600.

Ný gengisskráningarvog

Nr. 33/1998
29. júní 1998

Til baka