logo-for-printing

09. mars 1998

Niðurstaða athugunar á viðskiptum með hlutabréf í lok ársins 1997

Hinn 2. janúar 1998 sendi Verðbréfaþing Íslands frá sér yfirlýsingu þar sem staðfest var, að gefnu tilefni, að Verðbréfaþing hefði til athugunar viðskipti með hlutabréf nokkurra félaga síðustu daga ársins 1997 með tilliti til þess hvort brotið hefði verið gegn ákvæðum laga nr. 13/1996, um verðbréfaviðskipti. Í yfirlýsingu Verðbréfaþings kom fram að ákveðið hefði verið að vísa nokkrum þessara mála til bankaeftirlits Seðlabanka Íslands til frekari athugunar.

Í framhaldi af yfirlýsingu Verðbréfaþings Íslands og með tilliti til gagna sem bárust frá þinginu kannaði bankaeftirlit Seðlabanka Íslands ítarlega viðskipti með hlutabréf nokkurra félaga sem fram fóru í lok sl. árs. Athugun bankaeftirlitsins beindist að því að kanna hvort um hefði verið að ræða sýndarviðskipti með hlutabréf umræddra félaga, andstætt 30. gr. laga nr. 13/1996 um verðbréfaviðskipti.

Athugun bankaeftirlitsins á þessum viðskiptum er nú lokið. Niðurstaða hennar er sú að með þeim hafi ekki verið brotið gegn ákvæðum laga nr. 13/1996, um verðbréfaviðskipti. Af hálfu bankaeftirlitsins er því ekki talin ástæða til frekari aðgerða vegna þessara viðskipta.

Nr. 8/1998
9. mars 1998

Til baka