logo-for-printing

03. mars 1998

Greiðslujöfnuður við útlönd 1997

Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri Seðlabanka Íslands varð 8,1 milljarða króna viðskiptahalli á árinu 1997 samanborið við 8,9 milljarða króna halla árið áður. Fjármagnshreyfingar einkenndust annars vegar af miklu innstreymi vegna beinna fjárfestinga erlendra aðila á Íslandi og erlendra lána lánastofnana og hins vegar af vaxandi gjaldeyrisútstreymi vegna kaupa á erlendum verðbréfum og annarrar eignamyndunar, einkum innlánsstofnana, í útlöndum. Gjaldeyrisforði Seðlabankans minnkaði um 3,2 milljarða króna á árinu 1997 en hann hafði vaxið um 10,2 milljarða króna árið áður.

Á síðasta fjórðungi ársins varð 3,7 milljarða króna halli á viðskiptum við útlönd. Á sama tímabili árið áður var hallinn 3,9 milljarðar króna. Fjármagnsinnstreymi mældist um 7,7 milljarðar króna. Gjaldeyrisforði Seðlabankans minnkaði um 2,9 milljarða króna og nam 27,8 milljörðum króna í árslok 1997.

 Taflan sýnir samandregið yfirlit um greiðslujöfnuð við útlönd. Ítarlegar upplýsingar um greiðslujöfnuðinn verða birtar í næstu útgáfu Hagtalna mánaðarins.

Greiðslujöfnuður við útlönd

Nr. 6/1998
3. mars 1998

Til baka