logo-for-printing

15. apríl 2021Bygging Seðlabanka Íslands

Niðurstaða athugunar á stjórnarháttum hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna

Í september 2020 hóf fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands (Seðlabankinn) athugun á stjórnarháttum Lífeyrissjóðs verzlunarmanna vegna álitamála sem komu upp í tengslum við undirbúning ákvörðunar stjórnar sjóðsins um hvort hann tæki þátt í hlutafjárútboði Icelandair Group hf.

Nánar
14. apríl 2021

Fjármálastöðugleiki birtur

Ritið Fjármálastöðugleiki 2021/1 hefur verið birtur hér á vef Seðlabanka Íslands. Í Fjármálastöðugleika er tvisvar á ári birt yfirlit yfir stöðu fjármálakerfisins, þ.e. um styrk þess og hugsanlega veikleika og áhættu sem því kann að vera búin bæði af þjóðhagslegum og rekstrarlegum toga. Í ritinu greinir Seðlabankinn frá því hvernig hann vinnur að verkefnum sem varða virkt og öruggt fjármálakerfi. Fjármálastöðugleiki er einnig gefinn út á ensku undir heitinu Financial Stability.

Nánar
14. apríl 2021Bygging Seðlabanka Íslands

Vefútsending hófst klukkan 9:30

Vefútsending í tilefni af yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og útgáfu Fjármálastöðugleika 2021/1 hófst klukkan 9:30.Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar, Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika og staðgengill formanns, og Haukur C. Benediktsson, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabankans, gerðu grein fyrir yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og kynntu efni Fjármálastöðugleika 2021/1.

Nánar
14. apríl 2021Fjármálastöðugleikanefnd. Efri röð frá vinstri: Tómas Brynjólfsson, Bryndís Ásbjarnardóttir, Guðmundur Kristján Tómasson og Axel Hall. Neðri röð frá vinstri: Rannveig Sigurðardóttir, Ásgeir Jónsson, Gunnar Jakobsson og Unnur Gunnarsdóttir.

Yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar 14. apríl 2021

Enn er óvissa um efnahagsáhrif af völdum Covid-19-farsóttarinnar. Laust taumhald peningastefnu og þjóðhagsvarúðar og aðgerðir stjórnvalda hafa stutt við heimili og fyrirtæki. Þrátt fyrir verðhækkanir á eignamörkuðum hefur sveiflutengd kerfisáhætta ekki aukist að neinu marki síðustu misseri. Enn ríkir nokkur óvissa um gæði útlána fjármálafyrirtækja og afskriftarþörf vegna farsóttarinnar. Nefndin ákvað því í lok mars að halda sveiflujöfnunarauka á fjármálafyrirtæki óbreyttum í 0%.

Nánar
09. apríl 2021

Viðtal við hönnuð íslenskra peningaseðla

Í tilefni af 60 ára afmæli Seðlabanka Íslands og þess að fjörutíu ár eru liðin frá gjaldmiðilsbreytingu þegar ný seðlaröð var fyrst sett í umferð er hér birt stutt viðtal og frásögn með Kristínu Þorkelsdóttur, hönnuði, sem hefur ásamt Stephen Fairbairn hannað alla íslenska peningaseðla sem gefnir hafa verið út frá 1981.

Nánar