logo-for-printing

20. maí 2022Bygging Seðlabanka Íslands

Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 05/2022

Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum. Grunnur dráttarvaxta hefur breyst frá síðustu vaxtatilkynningu Seðlabankans Íslands nr. 04/2022 dagsett 26. apríl sl. þar sem að grunnur dráttarvaxta, þ.e. lán gegn veði í 7 daga, hækkaði sem nam meginvaxtahækkuninni er tilkynnt var hinn 4. maí sl. úr 3,50% í 4,50%.

Nánar
20. maí 2022

Úthlutun úr menningarsjóði tengdum nafni Jóhannesar Nordals

Í gær fór fram ellefta úthlutun úr menningarsjóði sem tengdur er nafni Jóhannesar Nordals, fyrrverandi seðlabankastjóra. Markmið sjóðsins er að styðja viðleitni einstaklinga og hópa sem miðar að því að varðveita menningarverðmæti sem núverandi kynslóð hefur fengið í arf. Alls bárust 16 umsóknir í ár og hlutu fjögur verkefni styrk úr sjóðnum.

Nánar
18. maí 2022

Fundargerð peningastefnunefndar 2. – 3. maí 2022

Hér birtist fundargerð fundar peningastefnunefndar 2. – 3. maí 2022, en á honum ræddi nefndin efnahagsþróunina, þróun á fjármálamörkuðum og ákvarðanir um beitingu stjórntækja bankans í peningamálum.

Nánar
12. maí 2022

Veiting innheimtuleyfis til Skilaráðgjafar ehf.

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands veitti hinn 2. maí 2022 Skilaráðgjöf ehf., kt. 460918-0730, innheimtuleyfi samkvæmt innheimtulögum nr. 95/2008.

Nánar
11. maí 2022

Árlegar viðræður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins við íslensk stjórnvöld og aðra hagaðila

AGS birti í dag álit sendinefndar sinnar eftir fundi með íslenskum stjórnvöldum og öðrum hagaðilum. Fundirnir eru hluti af árlegri úttekt sjóðsins á stöðu og horfum í íslensku atvinnulífi. Viðfangsefni fundanna voru staða efnahagslífsins í kjölfar Covid-19 heimsfaraldursins og horfur framundan í ljósi stríðsins í Úkraínu og vaxandi verðbólgu víða um heim. Sjóðurinn telur að íslenskt efnahagslíf hafi staðist röð áfalla síðan 2019 með ágætum, m.a. í krafti samræmdra aðgerða stjórnvalda, sem áfram eru nauðsynlegar til að efnahagsbati festist í sessi, til að stemma stigu við verðbólgu og aukinni áhættu í kerfinu og til að byggja aftur upp viðnámsþrótt í ríkisfjármálum.

Nánar