logo-for-printing

Stjórnsýsla og skipurit

Stjórn bankans er í höndum seðlabankastjóra. Stjórnskipulega fellur Seðlabankinn undir forsætisráðherra og sjö manna bankaráð, sem kosið er hlutfallskosningu á Alþingi að þingkosningum loknum. Bankaráðið kýs formann og varaformann úr sínum hópi. Bankaráð hefur eftirlit með starfsemi Seðlabankans. Ákvarðanir um beitingu stjórntækja bankans í peningamálum eru teknar af peningastefnunefnd.

 

Seðlabankastjóri

Már Guðmundsson
Seðlabankastjóri frá 20. ágúst 2009. Stutt ferilskrá ásamt myndum.

 

Aðstoðarseðlabankastjóri

Rannveig Sigurðardóttir
Aðstoðarseðlabankastjóri frá 1. júlí 2018.

 

Aðrir helstu stjórnendur í Seðlabanka Íslands

Alþjóðasamskipti og skrifstofa bankastjóra: Jón Þ. Sigurgeirsson framkvæmdastjóri
Fjárhagur: Erla Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri
Fjármálainnviðir: Guðmundur Kr. Tómasson framkvæmdastjóri
Fjármálastöðugleiki: Harpa Jónsdóttir framkvæmdastjóri
Gagnasöfnun og upplýsingavinnsla: Tómas Örn Kristinsson framkvæmdastjóri 
Gjaldeyriseftirlit: Rannveig Júníusdóttir, starfandi framkvæmdastjóri
Hagfræði og peningastefna: Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur
Lögfræðiráðgjöf: Sigríður Logadóttir aðallögfræðingur
Mannauður: Íris Guðrún Ragnarsdóttir mannauðsstjóri
Markaðsviðskipti og fjárstýring: Sturla Pálsson framkvæmdastjóri
Rekstur: Ásta H. Bragadóttir framkvæmdastjóri
Upplýsingatækni: Logi Ragnarsson framkvæmdastjóri
Innri endurskoðandi: Nanna Huld Aradóttir

 

Skipurit Seðlabanka Íslands

 

 
 
 
 
 
 
 
 

 
 
 
 
 
 
 
 

Bankaráð Seðlabankans

Seðlabanki Íslands var upphaflega undir stjórn fimm manna bankaráðs sem kosið var hlutfallskosningu á Alþingi. Á árinu 2001 var fulltrúum í bankaráði fjölgað í sjö. Hlutverk bankaráðsins hefur einkum verið að hafa eftirlit með starfsemi bankans, staðfesta reglur og tillögur seðlabankastjóra og ráða aðalendurskoðanda, eins og fram kemur í 28. grein laga um Seðlabankann, nr. 36/2001. 

Á fundi Alþingis 18. apríl 2018 fór fram kosning sjö manna og jafnmargra varamanna í bankaráð Seðlabanka Íslands. Fyrsti fundur nýkjörins ráðs fór fram 25. apríl 2018 og skipti bankaráð þar með sér verkum.

Aðalmenn:
Gylfi Magnússon formaður
Þórunn Guðmundsdóttir varformaður
Bolli Héðinsson
Una María Óskarsdóttir
Sigurður Kári Kristjánsson
Jacqueline Clare Mallett
Frosti Sigurjónsson

Varamenn: 
Þórlindur Kjartansson
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
Hildur Traustadóttir
Valgerður Sveinsdóttir (kosin 14. desember 2018).
Kristín Thoroddssen
Ólafur Margeirsson
Bára Ármannsdóttir

 

Peningastefnunefnd

Í peningastefnunefnd sitja seðlabankastjóri, aðstoðarseðlabankastjóri, einn af yfirmönnum bankans á sviði mótunar eða stefnu í peningamálum og tveir sérfræðingar á sviði efnahags- og peningamála sem ráðherra skipar til fimm ára í senn. Seðlabankastjóri er jafnframt formaður peningastefnunefndar. Frá því í júlí 2018 sitja í peningastefnunefnd Már Guðmundsson seðlabankastjóri, formaður, Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri, Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur, Katrín Ólafsdóttir lektor við Háskólann í Reykjavík og Gylfi Zoëga prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.

 

Peningastefnunefnd 2018

 
 
 
 
 
 
 
 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mynd af peningastefnunefnd, eins og hún var skipuð frá og með júlí 2018. Á myndinni eru sitjandi frá vinstri: Katrín Ólafsdóttir, Már Guðmundsson og Rannveig Sigurðardóttir. Standandi eru frá vinstri: Þórarinn G. Pétursson og Gylfi Zoëga.