logo-for-printing

Stjórnsýsla og skipurit

Stjórn bankans er í höndum seðlabankastjóra. Stjórnskipulega fellur Seðlabankinn undir forsætisráðherra og sjö manna bankaráð, sem kosið er hlutfallskosningu á Alþingi að þingkosningum loknum. Bankaráðið kýs formann og varaformann úr sínum hópi. Bankaráð hefur eftirlit með starfsemi Seðlabankans. Ákvarðanir um beitingu stjórntækja bankans í peningamálum eru teknar af peningastefnunefnd.

 

Seðlabankastjóri

Ásgeir Jónsson
Seðlabankastjóri frá og með 20. ágúst 2019.

 

Aðstoðarseðlabankastjóri

Rannveig Sigurðardóttir
Aðstoðarseðlabankastjóri frá og með 1. júlí 2018.

 

Aðrir helstu stjórnendur í Seðlabanka Íslands

Alþjóðasamskipti og skrifstofa bankastjóra: Guðrún Sóley Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri
Fjárhagur: Erla Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri
Fjármálainnviðir: Guðmundur Kr. Tómasson framkvæmdastjóri
Fjármálastöðugleiki: Eggert Þröstur Þórarinsson, starfandi framkvæmdastjóri
Gagnasöfnun og upplýsingavinnsla: Tómas Örn Kristinsson framkvæmdastjóri
Hagfræði og peningastefna: Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur
Lögfræðiráðgjöf: Sigríður Logadóttir aðallögfræðingur
Mannauður: Íris Guðrún Ragnarsdóttir mannauðsstjóri
Markaðsviðskipti og fjárstýring: Sturla Pálsson framkvæmdastjóri
Rekstur: Þóra Helgadóttir framkvæmdastjóri
Upplýsingatækni: Logi Ragnarsson framkvæmdastjóri
Innri endurskoðandi: Nanna Huld Aradóttir

 

Skipurit Seðlabanka Íslands 

 

Bankaráð Seðlabankans

Seðlabanki Íslands var upphaflega undir stjórn fimm manna bankaráðs sem kosið var hlutfallskosningu á Alþingi. Á árinu 2001 var fulltrúum í bankaráði fjölgað í sjö. Hlutverk bankaráðsins hefur einkum verið að hafa eftirlit með starfsemi bankans, staðfesta reglur og tillögur seðlabankastjóra og ráða aðalendurskoðanda, eins og fram kemur í 28. grein laga um Seðlabankann, nr. 36/2001. 

Á fundi Alþingis 18. apríl 2018 fór fram kosning sjö manna og jafnmargra varamanna í bankaráð Seðlabanka Íslands. Fyrsti fundur nýkjörins ráðs fór fram 25. apríl 2018 og skipti bankaráð þar með sér verkum.

Aðalmenn:
Gylfi Magnússon formaður
Þórunn Guðmundsdóttir varaformaður
Bolli Héðinsson
Una María Óskarsdóttir
Sigurður Kári Kristjánsson
Jacqueline Clare Mallett
Frosti Sigurjónsson

Varamenn: 
Þórlindur Kjartansson
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
Hildur Traustadóttir
Valgerður Sveinsdóttir (kosin 14. desember 2018).
Kristín Thoroddsen
Ólafur Margeirsson
Bára Ármannsdóttir

 

Mynd af bankaráði, eins og það var skipað frá 18. apríl 2018. Á myndinni eru sitjandi frá vinstri Sigurður Kári Kristjánsson, Gylfi Magnússon formaður og Þórunn Guðmundsdóttir. Standandi eru frá vinstri Una María Óskarsdóttir, Frosti Sigurjónsson, Bolli Héðinsson og Jacqueline Clare Mallet.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mynd af bankaráði, eins og það var skipað frá 18. apríl 2018. Á myndinni eru sitjandi frá vinstri Sigurður Kári Kristjánsson, Gylfi Magnússon formaður og Þórunn Guðmundsdóttir. Standandi eru frá vinstri Una María Óskarsdóttir, Frosti Sigurjónsson, Bolli Héðinsson og Jacqueline Clare Mallett.

 

Peningastefnunefnd

Í peningastefnunefnd sitja seðlabankastjóri, aðstoðarseðlabankastjóri, einn af yfirmönnum bankans á sviði mótunar eða stefnu í peningamálum og tveir sérfræðingar á sviði efnahags- og peningamála sem ráðherra skipar til fimm ára í senn. Seðlabankastjóri er jafnframt formaður peningastefnunefndar. Frá því í ágúst 2019 sitja í peningastefnunefnd Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, formaður, Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri, Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur, Katrín Ólafsdóttir lektor við Háskólann í Reykjavík og Gylfi Zoëga prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.

 

Peningastefnunefnd 2018

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mynd af peningastefnunefnd, eins og hún var skipuð frá og með ágúst 2019. Á myndinni eru sitjandi frá vinstri: Ásgeir Jónsson og Rannveig Sigurðardóttir. Standandi eru frá vinstri: Þórarinn G. Pétursson, Katrín Ólafsdóttir og Gylfi Zoëga.