logo-for-printing

Samningar og samstarf

Seðlabanki Íslands á í samstarfi við ýmsa aðila bæði hérlendis og erlendis. Stjórnskipulega heyrir Seðlabankinn undir forsætisráðuneyti. Þá á Seðlabanki Íslands í samskiptum við Alþingi Íslendinga, en það kýs bankaráð sem hefur m.a. eftirlit með starfsemi bankans. Seðlabankinn á einnig í ýmiss konar samstarfi við fleiri innlenda aðila vegna upplýsingasöfnunar, upplýsingamiðlunar og skýrslugerðar um efnahags-, peninga- og gjaldeyrismál á Íslandi. Þessir aðilar eru m.a. Fjármálaeftirlitið, Hagstofa Íslands, auk ýmissa aðila á fjármálamarkaði, á vinnumarkaði og í atvinnulífinu.