logo-for-printing

Greiðslujöfnuður við útlönd

04. september

2. ársfjórðungur 2023

Á öðrum ársfjórðungi 2023 var 7,5 ma.kr. afgangur á viðskiptajöfnuði við útlönd. Það er 19,1 ma.kr. betri niðurstaða en ársfjórðunginn á undan og 45,2 ma.kr. betri en á sama fjórðungi árið 2022. Halli á vöruskiptajöfnuði var 84,1 ma.kr. en 87,7 ma.kr. afgangur á þjónustujöfnuði. Frumþáttatekjur skiluðu 17 ma.kr. afgangi en rekstrarframlög 13,1 ma.kr. halla.

Betri niðurstaða viðskiptajafnaðar miðað við sama ársfjórðung árið 2022 skýrist af hagstæðari niðurstöðu frumþáttatekna sem nemur 47,3 ma.kr. Að mestu leyti skýrist það af lakari afkomu fyrirtækja í erlendri eigu sem flokkast undir beina fjárfestingu. Aukinn afgangur var af þjónustuviðskiptum sem nemur 45,2 ma.kr. en á móti vegur að halli af vöruviðskiptum jókst um 44,7. Halli af rekstrarframlögum var 2,7 ma.kr. lakari.

Endurskoðun hagtalna
Hagtölur hafa verið endurskoðaðar frá fyrsta ársfjórðungi 2019. Um reglulega endurskoðun samkvæmt endurskoðunaráætlun er að ræða . Mest áhrif hafa nýjar tölur úr árlegu úrtaki Seðlabankans í beinni fjárfestingu. Einnig eru teknar inn endurskoðaðar tölur um vöru- og þjónustuviðskipti sem Hagstofa Íslands birti í síðasta mánuði. Áhrifa endurskoðunarinnar gætir helst árin 2021 og 2022 en mun minna árin 2020 og 2019. Aukin halli á viðskiptajöfnuði frá síðustu birtingu skýrist meðal annars af auknum gjöldum sem falla undir endurfjárfestingu í beinni fjárfestingu um sem nemur 19,5 ma.kr. árið 2021 og 26,4 ma.kr. árið 2022. Það skýrist af bættri rekstrarafkomu innlendra fyrirtækja í erlendri eigu sem og tekjufærslu móðurfélaga samkvæmt hlutdeildaraðferð. Á móti vegur að endurskoðun vöru- og þjónustuviðskipta fyrir árið 2022 leiðir til hærri tekna sem nemur 12,2 ma.kr. Lakari erlend staða þjóðarbúsins fyrir sömu ár má einnig rekja til beinnar fjárfestingar.


Næsta birting: 01. desember 2023


Umsjón

Gagnaþjónusta | adstod@sedlabanki.is