logo-for-printing

Bankakerfi

25. maí

Apríl 2023

Eignir innlánsstofnana námu 5.257,4 ma.kr. í lok apríl og lækkuðu um 1,7 ma.kr í mánuðinum. Innlendar eignir innlánsstofnana námu 4.769,7 ma.kr. og hækkuðu um 25,1 ma.kr. Erlendar eignir námu 487,8 ma.kr. og lækkuðu um 26,8 ma.kr. Innlendar skuldir voru 3.508,1 ma.kr. og lækkuðu um 6 ma.kr. í apríl. Erlendar skuldir námu 992,6 ma.kr. og lækkuðu um 0,4 ma.kr. Eigið fé innlánsstofnana nam 756,7 ma.kr. í lok apríl og hækkaði um 4,6 ma.kr. í mánuðinum.

Ný útlán að frádregnum uppgreiðslum námu 30,9 ma.kr. í lok apríl, þar af voru verðtryggð lán 4,3 ma.kr., óverðtryggð lán 16,5 ma.kr., lán í erlendum gjaldmiðlum 7 ma.kr. og eignarleiga 3,2 ma.kr.

Ný útlán til heimila að frádregnum uppgreiðslum námu 1,7 ma.kr. í apríl, þar af námu lán með veði í íbúð -0,7 ma.kr. sem var 5,3 ma.kr. lægra en í mars.


Næsta birting: 23. júní 2023


Umsjón

Gagnaþjónusta | adstod@sedlabanki.is