logo-for-printing

Greiðslumiðlun

16. maí

Apríl 2023

Heildarvelta innlendra greiðslukorta var 108,9 ma.kr. í apríl sl. og skiptist þannig að velta debetkorta var 48,1 ma.kr en velta kreditkorta var 60,7 ma.kr.
(Vert er að taka fram að einn skilaaðili kortatalna oftaldi hjá sér hluta af innlendri debetkortaveltu fyrir mars.  Þetta hafði þau áhrif að innlend debetkortavelta var oftalin um 3,5 m.kr. við birtingu marstalna í apríl sl.  Þetta hefur síðar verið leiðrétt og birtast nú leiðréttar tölur um innlenda debetkortaveltu fyrir mars núna hér í þessari hagtölubirtingu.) 

Velta innlendra greiðslukorta í verslunum innanlands í apríl sl. nam 83,0 ma.kr. sem er aukning um 4,0 ma.kr. miðað við apríl 2022. Skiptist veltan þannig að velta debetkorta var 38,8
ma.kr og velta kreditkorta var 44.2 ma.kr. Velta innlendra greiðslukorta í verslunum erlendis nam 22,9 ma.kr. í apríl sl. sem er aukning um 2,6 ma.kr miðað við apríl árið 2022.

Heildarvelta erlendra greiðslukorta á Íslandi í apríl 2023 var 22,0 ma.kr. sem jafngildir 7,3 ma.kr. hærri veltu miðað við sama mánuð árið 2022.

Tölur eru byggðar á upplýsingum frá íslenskum færsluhirðum og kortaútgefendum.
Vinsamlegast athugið að frá og með septembermánuði 2020 er innlend debetkortavelta í bönkum og hraðbönkum undanskilin í kortaveltutölum. Sama gildir um greiðslur kreditkorta m.v. innheimtutímabil.Næsta birting: 16. júní 2023


Umsjón

Gagnaþjónusta | adstod@sedlabanki.is