logo-for-printing

Greiðslujöfnuður við útlönd

02. mars

4. ársfjórðungur 2022

Á fjórða ársfjórðungi 2022 var 20,2 ma.kr. halli á viðskiptajöfnuði við útlönd. Það er 46,6 ma.kr. lakari niðurstaða en ársfjórðunginn á undan en 33,9 ma.kr. betri en á sama fjórðungi árið 2021. Halli á vöruskiptajöfnuði var 85,8 ma.kr. en 24,2 ma.kr. afgangur á þjónustujöfnuði. Frumþáttatekjur skiluðu 49,4 ma.kr. afgangi en rekstrarframlög 7,8 ma.kr. halla.

Betri niðurstaða viðskiptajafnaðar miðað við sama ársfjórðung árið 2021 skýrist af hagstæðari niðurstöðu frumþáttatekna sem nemur 60,7 ma.kr. Að mestu leyti skýrist það af lakari afkomu fyrirtækja í erlendri eigu sem flokkast undir beina fjárfestingu. Á móti vegur meiri halli af vöruviðskiptum sem nemur 47,4 ma.kr. Þjónustuviðskipti voru 17,9 ma.kr. hagstæðari og rekstrarframlög 2,7 ma.kr.
Halli á viðskiptajöfnuði fyrir árið 2022 í heild nam 58 ma.kr. samanborið við 78,4 ma.kr. árið á undan. Halli á vöruskiptajöfnuði var 214 ma.kr. en afgangur á þjónustujöfnuði var 186,5 ma.kr. Frumþáttatekjur skiluðu 6,4 ma.kr. afgangi en rekstrarframlög 36,9 ma.kr. halla.Næsta birting: 01. júní 2023


Umsjón

Gagnaþjónusta | adstod@sedlabanki.is