logo-for-printing

Gjaldeyrisforði og tengdir liðir

14. september

Ágúst 2021

Vergur gjaldeyrisforði Seðlabankans nam um 931,3 ma.kr. í lok ágúst og hækkaði um 72,5 ma.kr. milli mánaða.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn úthlutaði forðaeign í sérstökum dráttarréttindum (Special Drawing Rights, SDR) til aðildarlanda sjóðsins 23. ágúst síðastliðinn. Sjá nánar frétt á heimasíðu Seðlabanka Íslands:
Gjaldeyrisforði stækkar við úthlutun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (sedlabanki.is)


Nettó útgreiðslur gjaldeyriseigna Seðlabankans og ríkissjóðs fyrir næstu 12 mánuði eru áætlaðar um 13,2 ma.kr. miðað við lok ágúst samanborið við 13,2 ma.kr. miðað við lok júlí.


Næsta birting: 14. október 2021


Umsjón

Upplýsingatækni og gagnasöfnun | bop@sedlabanki.is