logo-for-printing

Erlend staða Seðlabankans

08. september

Ágúst 2021

Erlendar eignir Seðlabanka Íslands námu um 931,5 ma.kr. í lok ágúst samanborið við 858,9 ma.kr. í lok júlí. Erlendar skuldir Seðlabanka Íslands námu um 91 ma.kr. í lok ágúst samanborið við 34,9 ma.kr. í lok júlí.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn úthlutaði forðaeign í sérstökum dráttarréttindum (Special Drawing Rights, SDR) til aðildarlanda sjóðsins 23. ágúst síðastliðinn. Forðaeign Íslands í SDR fyrir úthlutun var tæplega 184 milljónir SDR en hún jókst um ríflega 308 milljónir SDR við úthlutunina. Eign Íslands í SDR hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum verður því 492 milljónir SDR eftir úthlutun. Það hefur í för með sér að gjaldeyrisforði Íslands stækkar um 55,4 ma.kr., úr 29% af VLF í 31% af VLF og hlutfall SDR fer úr 4% af forða í 10% af forða. Sjá frétt: Gjaldeyrisforði stækkar við úthlutun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (sedlabanki.is)


Næsta birting: 08. október 2021


Umsjón

Upplýsingatækni og gagnasöfnun | bop@sedlabanki.is