logo-for-printing

Efnahagur Seðlabanka Íslands

07. september

Ágúst 2021

Heildareignir Seðlabanka Íslands námu 971 ma.kr. í lok ágúst og hækkuðu um 70,2 ma.kr. milli mánaða. Af heildareignum námu innlendar eignir 39,7 ma.kr. og lækkuðu um 2,3 ma.kr. en erlendar eignir námu 931,3 ma.kr. og hækkuðu um 72,5 ma.kr.

Skuldir Seðlabanka Íslands námu 836,7 ma.kr. í lok ágúst og hækkuðu um 60,9 ma.kr. milli mánaða. Innlendar skuldir námu 745,6 ma.kr. og hækkuðu um 4,7 ma.kr. en erlendar skuldir námu 91 ma.kr. og hækkuðu um 56,2 ma.kr.

Staða gjaldeyrisforðans í lok ágúst nam 931,3 ma.kr. og hækkaði um 72,5 ma.kr. í mánuðinum.


Næsta birting: 07. október 2021


Umsjón

Upplýsingatækni og gagnasöfnun | fjarmalafyrirtaeki@sedlabanki.is