logo-for-printing

Verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóðir

27. ágúst

Júlí 2021

Eignir verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóða námu 1.141.2 ma.kr. í lok júlí og hækkuðu um 21 ma.kr. milli mánaða. Eignir verðbréfasjóða námu 182 ma.kr. og hækkuðu um 2,9 ma.kr., eignir fjárfestingarsjóða námu 535,6 ma.kr. og hækkuðu um 18,1 ma.kr. og eignir fagfjárfestasjóða námu 423,7 ma.kr. og hækkuðu um 2 m.kr.

Mest var hækkun á skuldabréfasjóðum en eignir þeirra hækkuðu um 6,9 ma.kr. í júlí. Vegur þar mest hækkun óverðtryggðra langtímaskuldabréfa en þau hækkuðu um 5,2 ma.kr. Hlutabréfasjóðir hækkuðu um 4,1 ma.kr. og peningamarkaðssjóðir um 4 ma.kr.

Fjöldi sjóða í lok júlí var 210 sem skiptist í 36 verðbréfasjóði, 66 fjárfestingarsjóði og 108 fagfjárfestasjóði.


Næsta birting: 27. september 2021


Umsjón

Upplýsingatækni og gagnasöfnun | fjarmalafyrirtaeki@sedlabanki.is