logo-for-printing

Bankakerfi

23. ágúst

Júlí 2021

Eignir innlánsstofnana námu 4.639,3 ma.kr. í lok júlí og hækkuðu um 76,1 ma.kr í mánuðinum. Innlendar eignir innlánsstofnana námu 4.237,1 ma.kr. og hækkuðu um 29,1 ma.kr. Erlendar eignir námu 402,2 ma.kr. og hækkuðu um 47 ma.kr. Innlendar skuldir voru 3.129,5 ma.kr. og hækkuðu um 20,2 ma.kr. í júlí. Erlendar skuldir námu 775,2 ma.kr. og hækkuðu um 44,7 ma.kr. Eigið fé innlánsstofnana nam 734,5 ma.kr. í lok júlí og hækkaði um 11,1 ma.kr. í mánuðinum.

Ný útlán að frádregnum uppgreiðslum námu 48,3 ma.kr. í lok júlí, þar af voru verðtryggð lán -6,6 ma.kr., óverðtryggð lán 44 ma.kr., lán í erlendum gjaldmiðlum 7,4 ma.kr. og eignarleiga 3,5 ma.kr. Ný útlán til heimila að frádregnum uppgreiðslum námu 33,8 ma.kr. í júlí, þar af námu lán með veði í íbúð 30,7 ma.kr. sem var 0,5 ma.kr. hærra en í júní mánuði. Í júlí voru 79% nýrra íbúðaveðlána til heimila með föstum vöxtum en 21% með breytilegum vöxtum.


Næsta birting: 22. september 2021


Umsjón

Upplýsingatækni og gagnasöfnun | fjarmalafyrirtaeki@sedlabanki.is