logo-for-printing

Greiðslumiðlun

14. júlí

Júní 2021

Heildarvelta innlendra greiðslukorta nam 97,6 ma.kr. í júní 2021 sem jafngildir 3,5% hækkun frá fyrra ári. Veltan skiptist þannig að velta debetkorta nam 47,2 ma.kr og velta kreditkorta nam 50,4 ma.kr. Meðalvelta á dag var 3,25 ma.kr sem jafngildir hækkun um 8,1% frá fyrri mánuði.

Velta innlendra greiðslukorta í verslunum nam 84,0 ma.kr. innanlands í júní 2021. Það er hækkun um 5,4 ma.kr. milli ára og skiptist þannig að velta debetkorta nam 42,2 ma.kr og velta kreditkorta nam 41,9 ma.kr. Velta innlendra greiðslukorta í verslunum erlendis nam 11,6 ma. kr. sem er hækkun um 1,2 ma.kr. milli mánaða og hærri velta um 4,3 ma.kr frá fyrra ári.

Heildarvelta erlendra greiðslukorta á Íslandi í júní 2021 nam 12,6 ma.kr. sem jafngildir hærri veltu um 7 ma.kr. miðað við fyrri mánuð en 10,2 ma.kr. hærri veltu samanborið við árið á undan.

Tölur eru byggðar á upplýsingum frá íslenskum færsluhirðum og kortaútgefendum.
Vinsamlegast athugið að frá og með septembermánuði ársins 2020 er innlend debetvelta í bönkum og hraðbönkum undanskilin í veltutölum. Sama gildir um greiðslur kreditkorta m.v. innheimtutímabil.


Næsta birting: 13. ágúst 2021


Umsjón

Upplýsingatækni og gagnasöfnun | fjarmalamarkadir@sedlabanki.is