logo-for-printing

Verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóðir

28. apríl

Mars 2021

Eignir verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóða námu 1.048,6 ma.kr. í lok mars og hækkuðu um 13,6 ma.kr. milli mánaða. Eignir verðbréfasjóða námu 176,4 ma.kr. og hækkuðu um 1,5 ma.kr., eignir fjárfestingarsjóða námu 461,1 ma.kr. og hækkuðu um 10 ma.kr. og eignir fagfjárfestasjóða námu 411,1 ma.kr. og hækkuðu um 2 ma.kr.

Eignir fjárfestingarsjóða hafa frá mars 2020 hækkað um 28%, en þá námu þær 360 ma.kr. Yfir sama tímabil, þ.e. mars 2020 til mars 2021, hafa eignir hlutabréfasjóða hækkað um 82%, farið úr 62 ma.kr. í 113 ma.kr., eignir blandaðra sjóða hækkað um 81%, farið úr 28,5 ma.kr. í 51,6 ma.kr., og eignir vogunarsjóða hækkað um 55%, farið úr 38,5 ma.kr. í 60 ma.kr.

Fjöldi sjóða í lok mars var 212, þ.e. 37 verðbréfasjóðir, 64 fjárfestingarsjóðir og 111 fagfjárfestasjóðir.


Næsta birting: 28. maí 2021


Umsjón

Upplýsingatækni og gagnasöfnun | fjarmalafyrirtaeki@sedlabanki.is