logo-for-printing

Önnur fjármálafyrirtæki

28. apríl

Mars 2021

Heildareignir annarra fjármálafyrirtækja í lok mars námu 287,6 ma.kr. og hækkuðu um 18,5 ma.kr. milli mánaða. Af heildareignum námu innlendar eignir 235,5 ma.kr. og hækkuðu um 13,8 ma.kr. Erlendar eignir námu 52,1 ma.kr. og hækkuðu um 4,7 ma.kr. milli mánaða.

Skuldir annarra fjármálafyrirtækja námu 231 ma.kr. og hækkuðu um 11,2 ma.kr. í mánuðinum. Þar af námu innlendar skuldir 219,8 ma.kr. og erlendar skuldir 6,2 ma.kr.

Eigið fé annarra fjármálafyrirtækja nam 56,6 ma.kr. í lok mars og hækkaði um 7,3 ma.kr. frá fyrra mánuði.

Samsetning geirans “Önnur fjármálafyrirtæki” er breytt frá fyrri birtingum. Sá hluti geirans sem er stýrt af og fjárhagsleg ábyrgð liggur hjá hinu opinbera hefur verið færður í sérstaka birtingu - Lánasjóðir ríkisins. Til geirans “Önnur fjármálafyrirtæki” teljast m.a. lánafyrirtæki, fjárfestingabankar, eignaleigur, verðbréfamiðlanir og eignastýringarfyrirtæki.


Næsta birting: 28. maí 2021


Umsjón

Gagnasöfnun og upplýsingavinnsla | fjarmalafyrirtaeki@sedlabanki.is