logo-for-printing

Bankakerfi

23. apríl

Mars 2021

Eignir innlánsstofnana námu 4.322,6 ma.kr. í lok mars og hækkuðu um 28,4 ma.kr í mánuðinum. Innlendar eignir innlánsstofnana námu 3.916,4 ma.kr. og hækkuðu um 48,2 ma.kr. Erlendar eignir námu 406,2 ma.kr. og lækkuðu um 19,8 ma.kr. Innlendar skuldir voru 2.915,6 ma.kr. og hækkuðu um 64,6 ma.kr. í mars. Erlendar skuldir námu 749,2 ma.kr. og lækkuðu um 27,8 ma.kr. Eigið fé innlánsstofnana nam 657,9 ma.kr. í lok mars og lækkaði um 8,4 ma.kr. í mánuðinum.

Ný útlán að frádregnum uppgreiðslum námu 54,5 ma.kr. í lok mars, þar af voru verðtryggð lán að frádregnum uppgreiðslum -6 ma.kr., óverðtryggð lán 39,5 ma.kr., lán í erlendum gjaldmiðlum 20 ma.kr. og eignarleiga 1 ma.kr.


Næsta birting: 21. maí 2021


Umsjón

Upplýsingatækni og gagnasöfnun | fjarmalafyrirtaeki@sedlabanki.is